Mætti eins afnema kvikmyndaívilnanir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Rax

„Það er rangt hjá fjármálaráðherra að hótel og gististaðir séu samkvæmt undanþágu í 7% skattþrepi virðisauka. Þetta eru einfaldlega gildandi lög,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann vísar þar til ummæla Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra, að tímabært sé að afnema afslátt af virðisaukaskatti sem hótel- og gistiþjónusta hafi notið undanfarin ár.

Bjarni segir að hækkun virðisaukaskattsins sé réttlætt með auknum umsvifum í greininni en með sömu rökum ætti að afnema ívilnanir til kvikmyndaframleiðslu hér á landi. Það sjái það allir að skattalækkanir séu einmitt helsta ástæða þess að framleiðsla kvikmynda hefur verið að færast hingað til lands í vaxandi mæli.

„Það er kominn tími til að átta sig á því að lágir skattar hvetja og örva og skapa þannig auknar tekjur til lengri tíma,“ segir Bjarni að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert