Russell Crowe hæstánægður

Russell Crowe í Norðurljósasal Hörpunnar í gærkvöldi.
Russell Crowe í Norðurljósasal Hörpunnar í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Frábær dagur í Reykjavík, takk, þrjú gigg,“ skrifar Russell Crowe á twittersíðu sína í kjölfar Menningarnætur í gær en þar kom hann fram á nokkrum stöðum í borginni og spilaði með félaga sínum Alan Thomas Doyle.

Eins og mbl.is hefur fjallað um mætti goðsögnin Patti Smith öllum að óvörum upp á svið með þeim Crowe og Doyle og tók meðal annars lagið „Because The Night“.

„Takk Harpa, takk X-ið 977, takk KEX hostel, takk Patti,“ skrifar Crowe ennfremur á twittersíðuna og lýkur síðan skrifunum á því að segja: „Sjáumst í New York 13. október.“

Doyle er ekki síður ánægður með kvöldið en hann skrifar á Twitter: „Æðislegt. RC [Russell Crowe], Patti Smith, ég. Hún söng „Because The Night“ við undirleik minn. Vá. Þvílíkt stuð.“

Myndband af Russel Crowe og Patti Smith á KEX Hostel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert