Aukakirkjuþing samþykkti ályktun þar sem mótmælt er skerðingu sóknargjalda. Krafist er að leiðréttingar strax.
„Aukakirkjuþing lýsir yfir þungum áhyggjum af alvarlegri fjárhagsstöðu sókna landsins.
Sóknir landsins hafa tekið á sig skerðingu eins og allir aðrir í þjóðfélaginu en sú skerðing hefur verið 25% umfram stofnanir innanríkisráðuneytisins.
Kirkjuþing krefst tafarlausrar leiðréttingar sóknargjalda,“ segir í ályktun þingsins.