10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Talið er að í heiminum öllum verði sjálfsvíg á 40 sek. fresti. Tíðni sjálfsvíga á Íslandi sveiflast frá ári til árs og er á bilinu 33-37 sjálfsvíg á ári undanfarin ár. Það segir okkur að tveir til þrír einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi, segir í tilkynningu frá þjóðkirkjunni.
Að þessu sinni verður athygli vakin á sjálfsvígum og forvörnum gegn þeim með ýmsum hætti:
- Sala á gulum slaufum
- Gulir borðar verða festir á ljósastaura í kringum Tjörnina í Reykjavík.
- Málþing um sjálfsvíg og forvarnir í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Tjörnina. Kl. 15-17
- Minningarstund í Dómkirkjunni kl. 20 og kertafleyting á Tjörninni .
Málþing um sjálfsvíg
- forvarnir og stuðningur við aðstandendur
Dagskrá: (kl. 15-17:00 safnaðarheimili Dómkirkjunnar v. Tjörnina) –
- Upp á líf og dauða - Um sjálfsvígsáhættu ungs fólks; Jónína Leósdóttir rithöfundur
- Umfang sjálfsvíga á Íslandi og viðbrögð heilbrigðiskerfisins: Óttar Guðmundsson, geðlæknir
- “Veldu þá lífið…”Sigrún Halla Tryggvadóttir, félagi í Hugarafli talar um reynslu sína
- Sjálfsvíg: Forvarnir, öryggisnet og tengslanet. Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi
- Staða aðstandenda eftir sjálfsvíg:
- Trúir þú á líf fyrir dauðann? Elín Ebba Gunnarsdóttir
- Vandi fólks sem upplifir sjálfsvíg. Benedikt Tónlistarflutningur: Elvar Bragason forstöðumaður og ráðgjafi hjá Lífsýn forvarnir og fræðsla.
- Neyðarnúmerið 1717: Símtöl frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum: Haukur Árni Hjartarson starfsmaður Rauða krossins.
- Stjórnandi: Halldór Reynisson
Kyrrðarstund
til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
Dómkirkjan kl. 20:00
Dagskrá kyrrðarstundarinnar verður á þessa leið:
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni.
- Benedikt Guðmundssonaðstandandi fjallar um stuðning við þau sem hafa misst í sjálfsvíg
- sr. Sigurður Pálsson flytur hugvekju.
- Tónlist:
- Páll Óskar Hjálmtýsson
- Jónas Sigurðsson
- Fabúla
- Kári Þormar dómorganisti
Að lokinni athöfn í kirkjunni verður gengið niður að Tjörn þar sem kertum verður fleytt til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa frá fyrir eigin hendi.
Þær stofnanir og samtök sem að þessu átaki standar eru: Þjóðkirkan, Embætti landlæknis, geðsvið Landspítala háskólasjúkrahúss, Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, Rauði krossinn, Hugarafl og Geðhjálp, auk aðstandenda.