Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir að hærri fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja þýði að verið sé að færa álögur af erlendum kröfuhöfum yfir á íslenska launamenn.
Lagt er til í fjárlagafrumvarpinu að hækka fjársýsluskattinn um helming. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Friðbert þetta koma verst niður á minni fjármálafyrirtækjum.