Deilur draga úr styrk sjávarútvegsins

Aðstæður eru að breytast og Íslendingar þurfa að huga betur …
Aðstæður eru að breytast og Íslendingar þurfa að huga betur að markaðsmálum sínum á næstu árum.. mbl.is/Kristján

„Ég hef áhyggjur af því að minni geta íslensks iðnaðar til að fjárfesta í nýjustu tækni, hvort sem það er í vinnslu, veiði eða framleiðslu, muni hægt og sígandi draga úr samkeppnishæfni okkar á erlendum mörkuðum.“

Þetta segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, meðal annars í Morgunblaðinu í dag, en hann flutti erindi á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva fyrir helgi um markaðssetningu og markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Iceland Seafood selur fisk til 45 landa um allan heim og segir Helgi að hefðbundnir markaðir Íslands í Evrópu standi í stað og gefi sumir eftir meðan opnast hafi fyrir markaði í Austur-Evrópu og víðar. Því þurfi að fjárfesta í markaðsstarfi líka. „Fjárfesting í markaðssetningu er ekki síður mikilvæg og við verðum að koma sameinaðir fram á mörkuðum. Ef við erum að bíta hver í annan mun það draga úr styrk okkar og getu. Það mun á endanum skila minna til þjóðarbúsins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka