Barði sambýliskonu sína

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna nokkur högg í andlit og líkama og dregið hana niður stiga, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á öxl og handleggjum, mar og eymsl á kjálka, eymsl í hnakka og heilahristing.  Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði gerst sekur um að hafa slegið konuna, en ekki þótti sannað að hann hefði dregið hana niður stiga.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir vörslu fíkniefna, en gerð voru upptæk 58 grömm af amfetamíni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka