Aftakaveður hefur verið í borginni í dag og litlu mátti muna að illa færi þar sem þakplata var laus á húsi við Laugaveg 14 en björgunarsveitarmönnum tókst að koma í veg fyrir að þakið fyki af. En vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna hafa sinnt útköllum í dag.
Í morgun var varað við því að bílar færu um Sæbrautina og ekki af ástæðulausu eins og þessar myndir bera með sér þar sem ekki bara sjórinn barst upp á land heldur einnig stærðarinnar hnullungar.
Fleiri þúsund ferðamenn eru nú í borginni vegna tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves og margir nýttu tækifærið á Laugaveginum í dag til að mynda það sem fyrir augu bar.