Snjómokstursbíll á hliðina við Þrándargil

Unnið er að snjómokstri víða um land.
Unnið er að snjómokstri víða um land. mbl.is/Sigurgeir

Lögreglan á Blönduósi var kölluð út eftir að snjómokstursbíll fór á hliðina í krapapytti á veginum í Langadal. Bíllinn lokar fyrir umferð í aðra áttina og er lögreglan á staðnum til þess að aðstoða ökumenn við að komast leiðar sinnar. 

Umferðaóhappið átti sér stað um 500 metra sunnan við Þrándargil. Krapadrulla á veginum gerði það að verkum að snjómokstursbíllinn fór á hliðina. Beðið er eftir stórtækum vinnuvélum frá Reykjavík til þess að rétta bílinn við. Um er að ræða 10 hjóla trukk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka