„Hörmuleg sviðsmynd“

Þingmenn úr röðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eru sammála um að …
Þingmenn úr röðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eru sammála um að samþykkt mögulegra nauðasamninga geti ekki aðeins verið á forræði Seðlabankans. mbl.is/Sigurgeir S.

„Ef það verður gengið lengra en við þolum,“ segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, um mögulega nauðasamninga föllnu bankanna, „þá blasir við hörmuleg sviðsmynd vegna viðvarandi þrýstings á gengi krónunnar.“

Að sögn Árna Páls er „mjög mikilvægt“ að ekki verði kláraðir nauðasamningar Glitnis og Kaupþings við óbreyttar aðstæður þar sem ekki sé búið að leggja mat á hver sé greiðslugeta íslenska þjóðarbúsins í erlendri mynt, horft fram í tímann.

Í fréttaskýringu um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag tekur Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, í sama streng og segir „mjög varasamt þegar reynt er að láta í veðri vaka að þetta sé ekki hættuleg staða sem við stöndum frammi fyrir“.

Að mati Ragnars Árnasonar, hagfræðiprófessors við HÍ, er „út í hött“ að halda því fram að íslenska þjóðarbúið glími aðeins við endurfjármögnunarvanda, eins og Seðlabankinn hefur haldið fram, en ekki skuldavanda. Það muni taka langan tíma að greiða niður skuldirnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert