Kýrin Mókolla setur Íslandsmet

Kýrin Mókolla frá Kirkjulæk í Fljótshlíð
Kýrin Mókolla frá Kirkjulæk í Fljótshlíð

Kýrin Mókolla frá Kirkjulæk í Fljótshlíð hefur nú slegið Íslandsmet í æviafurðum, en hún hefur mjólkað samtals 111.354 kg á 14 árum.

Eldra met átti Hrafnhetta frá Hólmum í A-Landeyjum. Mókolla, sem enn er að, hafði nú í lok nóvember mjólkað samtals 111.354 kg mjólkur eða 151 kg meira en Hrafnhetta gerði á sínum tíma.

Á vef Búnaðarsambands Suðurlands segir að Mókolla hafi verið ákaflega farsæl kýr. Hún fæddist 7. apríl 1996 og er því á sínum 17. vetri. Langlífið og afurðirnar á Mókolla ekki langt að sækja því amma hennar, Snegla frá Hjálmholti, móðir Snarfara, föður hennar, varð 17 vetra og mjólkaði samtals 100.736 kg á sinni ævi.

Afurðir Mókollu hafa verið sem hér segir:

1998: 1.324 
1999: 4.747 
2000: 7.576 
2001: 8.656 
2002: 8.759 
2003: 8.138 
2004: 7.967 
2005: 9.220 
2006: 8.162 
2007: 6.525
2008: 10.398
2009: 8.084
2010: 7.735
2011: 5.680
2012: 8.374

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert