Fundað verði um rammaáætlun á ný

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Framsóknarmennirnir Ásmundur Einar Daðason, fulltrúi Framsóknar í umhverfis- og samgöngunefnd og Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknar í atvinnuveganefnd, hafa lagt fram beiðni um að fundað verði í sameiginlegri nefnd umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar um rammaáætlun. 

Beiðnin kemur í kjölfar auglýsingar forsvarsmanna ASÍ í Fréttablaðinu um að ekki hafi verið farið eftir áliti sérfræðinga við gerð rammaáætlunar eins og ríkisstjórnin hafði lofað. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er formaður umhverfis og samgöngunefndar. Kristján Möller er formaður atvinnuveganefndar. 

Beiðni nefndarmannanna er þessi:

„Kæru nefndarformenn,Í ljósi yfirlýsinga Alþýðusambands Íslands um afgreiðslu rammaáætlunar þá óska undirritaðir eftir því að boðað verði án tafar til sameiginlegs fundar Umhverfis- og samgöngunefndar og Atvinnuveganefndar. Óskað er eftir því að fulltrúar Alþýðusambands Íslands og fulltrúar atvinnulífs verði boðaðir á fundinn. Undirritaðir telja nauðsynlegt að þessi fundur fari fram áður en umræður um rammaáætlun halda áfram á Alþingi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka