Fyrirmyndin af Fjósakletti

Magnús Sigurðsson, til vinstri, og Ragnar Bjarnason báru vörubretti í …
Magnús Sigurðsson, til vinstri, og Ragnar Bjarnason báru vörubretti í bálköstinn í Þingahverfinu í Kópavogi í gær. mbl.is/RAX

„Áramótabrennan er að skapa sér sess sem skemmtilegur viðburður meðal íbúa hér,“ segir Ragnar Bjarnason, íbúi við Gulaþing í Kópavogi.

Íbúar við nokkrar götur Þingahverfis standa, nú fjórða árið í röð, fyrir eigin áramótabrennu og hafa Eyjamenn sem á svæðinu búa þar forgöngu.

Þeir eru Magnús Sigurðsson, vélstjóri á loðnuskipinu Júpíter ÞH, og Guðmundur Pálsson múrari. Báðir fæddust þeir gosárið 1973, ólust upp í Eyjum en eru fyrir löngu fluttir á fastalandið.

Bálkösturinn er með sama sniði og er á Þjóðhátíð í Eyjum. „Fyrirmyndina sækjum við á Fjósaklett,“ segir Ragnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert