Húshitunarkostnaður upp á ný

Húshitunarkostnaður hjá Orkuveitunni, Norðurorku á Akureyri, Hitaveitu Egilsstaða og Selfossveitum. …
Húshitunarkostnaður hjá Orkuveitunni, Norðurorku á Akureyri, Hitaveitu Egilsstaða og Selfossveitum. Orkukostnaður miðast við meðalvísitölu neysluverðs árið 2012 og viðmiðunarfasteign í þessum samanburði Orkuseturs þarf 28 þúsund kílóvattstundir til hitunar.

Í samanburði við stærri hitaveitur í landinu hefur árlegur húshitunarkostnaður notenda á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hækkað meira hlutfallslega síðustu ár, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, sem Orkustofnun starfrækir.

Lengst af undanfarin 12 ár hefur húshitunarkostnaður á svæði Orkuveitunnar verið lægstur í þessum samanburði, á meðan kostnaðurinn lækkaði um tíma hratt á Akureyri og Egilsstöðum. Selfossveitur hafa verið á svipuðum slóðum og OR, yfirleitt aðeins dýrari, en hafa verið með ódýrari hitun síðustu tvö ár. Frá 2010 hefur verðið þó verið að þokast upp á við hjá öllum veitunum, að Norðurorku undanskilinni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að árið 2010 var árlegur húshitunarkostnaður hjá OR um 65 þúsund krónur á ári en er kominn í rúmar 90 þúsund krónur á þessu ári. Kostnaður nú hjá OR er hins vegar svipaður og hann var árið 2001.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka