Máttu sín lítils gegn Kínverjum

Kínverjar eru engir aukvisar í skáklistinni.
Kínverjar eru engir aukvisar í skáklistinni. Ljósmynd/Skáksambandið

Kínverjar unnu mjög öruggan sigur á Íslendingum í landskeppninni sem haldin var um helgina. Kínverjar fengu 47,5 vinninga en Íslendingar 24,5 vinninga. Sendiherra Kína bauð íslenska landsliðinu formlega í heimsókn til Kína á næsta ári, í hátíðarkvöldverði í sendiráðinu á laugardagskvöld.

Kínverska liðið var skipað tveimur ofurstórmeisturum, tveimur skákdrottningum og tveimur undrabörnum, að því segir í tilkynningu Skáksambands Íslands.
 
Þar segir að viðureign liðanna hafi verið gríðarlega skemmtileg. Ísland og Kína hafa áður mæst 7 sinnum og er þetta fyrsti sigur Kína. „Bestum árangri í kínverska liðinu náði Yu Yangyi sem fékk ótrúlega 11,5 vinninga af 12 mögulegum. Aðrir í liðinu voru ofurstórmeistarinn Bu Xiangzhi, landsliðskonurnar Huang Qian og Tan Zhongyi og undrabörnin Wei Yi og Wang Yiye.
 
Bestum árangri Íslendinganna náði Hjörvar Steinn með 5,5 af 12 en aðrir liðsmenn voru Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Kjartansson, Jón Viktor Gunnarsson, Lenka Ptácníková, Hannes Hlífar Stefánsson, Mikael Jóhann Karlsson,Oliver Aron Jóhannesson, Dagur Ragnarsson, Jón Trausti Harðarson og Sigurbjörn Björnsson.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert