Þarf öflugra félagslegt leigukerfi

Hugmyndir að félagslegu leigukerfi að danskri fyrirmynd var kynnt af Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, í dag. Hann segir að um 4000 þúsund íbúðir séu í kerfinu eins og er en þörf sé fyrir um 25 þúsund. Húsnæðiskostnaður sé allt of hár hjá stórum hluta þjóðarinnar.  

Gert er ráð fyrir að leiguverð yrði 29-43% lægra en á markaði í nýju kerfi þar sem 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem metin væri á um 24.8 milljónir myndi leigjast út á 88 þús. kr. á mánuði.

Hér má sjá nokkur af helstu markmiðum kerfisins:

·     Nægilegt framboð af félagslegu húsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur.

·     Koma í veg fyrir stéttskipt íbúamynstur og byggja upp kerfi með aðlaðandi húsnæðislausnum fyrir breiðan hóp landsmanna.

·     Húsaleiga sé í samræmi við félagsleg markmið um viðráðanlega leigu sem taki ekki skyndilegum hækkunum.

·     Reglur um útleigu séu gagnsæjar, hlutlægar og komi til móts við hópa með sérþarfir.

·     Rekstur húsnæðisins sé ábyrgur, hagkvæmur og nútímalegur til að tryggja hátt þjónustustig fyrir alla íbúa á viðráðanlegu verði.

·     Íbúarnir hafi tækifæri til þess að hafa áhrif á reksturinn.

·     Koma í veg fyrir að félagslega kerfið hafi neikvæð áhrif á samkeppnisaðstæður í öðrum hlutum húsnæðiskerfisins.

·     Útgjöld hins opinbera vegna þessa kerfis verði viðráðanleg að teknu tilliti til meginmarkmiðanna.

·     Félagslega húsnæðiskerfið verði í framtíðinni sjálfbært, en fái þangað til bein framlög frá hinu opinbera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka