Hálka er enn á vegum víða um land og snjóþekja er á sumum þeirra. Á Öxnadalsheiði er skafrenningur.
Þetta kemur fram í yfirliti Vegagerðarinnar og færð og aðstæður á vegum.
Vegir á Suður- og Vesturlandi eru nú að mestu greiðfærir en þó eru hálkublettir á Fróðárheiði og yst á Snæfellsnesi.
Hálkublettir eru mjög víða á fjallvegum á Vestfjörðum en þæfingsfærð á Hrafnseyrarheiði og ófært á Dynjandisheiði.
Hálka á Steingrímsfjarðarheiði en vegir á láglendi eru víðast hvar auðir.
Á Norðurlandi vestra eru flestir vegir greiðfærir en þó eru hálkublettir og skafrenningur á Öxnadalsheiði.
Norðaustanlands er snjóþekja á Möðrudalsöræfum og hálkublettir á vegum í nágrenni Mývatns en aðrir vegir að mestu greiðfærir.
Dettifossvegur er ófær.
Snjóþekja er á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi og þæfingsfærð á Vatnsskarði eystra og á Efri-Jökuldal. Hálkublettir eru á Vopnafjarðarheiði og Oddsskarði að aðrir vegir á Austur- og Suðausturlandi eru greiðfærir.