Skemmdarverk hafa verið unnin í Grjótagjá og Hverfjalli í Mývatnssveit. Málið er komið í rannsókn hjá lögreglu en um ræðir málaðar merkingar í karlagjá Grjótagjár og og utan í hólinn niðri í skál Hverfjalls. Fjallað er um þetta í Akureyri vikublað.
Stafirnir sem skemmdarvargurinn skrifaði eru samkvæmt upplýsingum vikublaðsins Akureyri 17 metrar að lengd í fjalinu en um 90 sm á hæð niðri í gjánni. Einkum hefur skemmdarverkið í fjallinu verið tímafrekt og telja heimamenn að verkið hafi verið unnið með þrýstisprautu og útheimt marga lítra af málningu. Því megi útiloka krakka eða hrekkjalóma með úðabrúsa.
Grjótagjá er í umsjá heimamanna en Hverfjall er á ábyrgð Umhverfsstofnunar samkvæmt friðlýsingarsamningi.
Hér er hægt að sjá myndir af skemmdarverkunum
Frétt mbl.is: Annarlegar hvatir baki skemmdarverkunum