Kastljós braut ekki siðareglur

Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kastljós brutu ekki gegn siðareglum Blaðamannafélags …
Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kastljós brutu ekki gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sýknað starfsmenn Kastljóss af kæru forráðamanna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Í Kastljósi kom fram að Hlédís Sveinsdóttir ól stúlkubarn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi í janúar 2011. Tuttugu mínútum fyrir fæðingu hægðist mikið á hjartslætti barnsins og þegar það fæddist var stúlkan hvít og líflaus. Um hálfum sólarhring eftir fæðingu er barnið svo sent á vökudeild. Fram kom í Kastljósi að Hlédís vilji að sjúkrahúsið verði dregið til ábyrgðar.

Í úrskurði siðanefndar segir:
Kærðu, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kastljós, teljast ekki hafa gerst brotlegir við siðareglur Blaðamannafélags Íslands við umfjöllun Kastljóss um málefni Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 15. og 19. febrúar 2013.

Úrskurðurinn í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert