Munum nota lagaleg úrræði

Wikipedia

„Ég hef margsinnis mótmælt því harðlega að það væru nokkrar forsendur fyrir því að Evrópusambandið grípi til þvingunaraðgerða gagnvart okkur út af makríldeilunni, sem ganga lengra en þær sem við Íslendingar höfum sjálfir sett í lög og gripið til gagnvart Norðmönnum vegna makrílsins sem er ósamið um.“

Þetta segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag um þær fregnir frá Brussel að ESB leggi til refsiaðgerðir gagnvart Færeyingum og íhugi slíkt hið sama gegn Íslendingum vegna veiða þjóðanna á síld og makríl.

„Við lítum svo á að það hafi verið sett skýrt fram, að ef þeir grípi til viðskiptaaðgerða umfram það sem heimilt er samkvæmt EES-samningnum sé það brot á reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Ég hef lýst því yfir að ef Norðmenn verði aðilar að slíku, eins og þeir hafa lýst yfir, þá munum við nota öll lagaleg úrræði innan EFTA til að hnekkja því,“ segir Össur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert