Náðum að halda sjó

Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, og Víkingur Gunnarsson, …
Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, og Víkingur Gunnarsson, deildarstjóri hestafræðideildar, í góðum félagsskap.

„Þetta er ögrandi og skemmtilegt starf. Ef það reyndi ekki á væri það heldur ekki skemmtilegt,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sem í dag brautskráir sína fyrstu nemendur að vori.

Þar á meðal eru fyrstu útskriftarnemendurnir með BS-próf úr nýju þriggja ára reiðmennsku- og reiðkennaranámi.

Erla tók við starfi rektors á síðasta ári og hefur staðið í ströngu þennan fyrsta vetur við að tryggja rekstur háskólans. „Við höfum náð að halda sjó þetta árið en staða skólans er enn mjög þröng,“ segir Erla. Hún segir að starfsfólk skólans hafi lagt á sig mikla vinnu við hagræðingu sem hafi ásamt sérstakri fjárveitingu til eins árs náð að skila fjárhagsáætlun fyrir árið í ár í jafnvægi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert