Skaðlegt þegar svona umræða fer af stað

Hellisheiðarvirkjun
Hellisheiðarvirkjun mbl.is/Sigurður Bogi

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar, sagði á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um Hellisheiðarvirkjun í morgun það skaðlegt þegar að svona umræða færi af stað á Íslandi og vísindin væru slegin af borðinu.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sagði á fundinum að menn hefði grunað lengi að gufan myndi ekki duga til. Hann sagði að ástæðu þess að Orkuveitan væri að kynna þetta mál núna væri sú að settur hefði verið á stofn 20 manna sérfræðingahópur sem nú hefði skilað af sér lausnum á þessu máli.

Þá benti Bjarni á að með því að fara í gufuöflun í Hverahlíð kæmust menn hjá því að byggja viðbótarholur á Hellisheiði en slíkar holur væru mjög dýrar og kostuðu um hálfan milljarð stykkið. Jafnramt sagði hann stöðuna mjög jákvæða og að menn væru nú að kynna lausnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert