Telur að breytingarnar yrðu dæmigerð sandgildra

Hér sést hugmynd Halldórs B. Nellett að breytingu hafnargarðanna
Hér sést hugmynd Halldórs B. Nellett að breytingu hafnargarðanna Tölvugerð mynd/Viggó Sigurðsson/Guðmundur St. Valdimarsson

Þær hugmyndir sem Halldór B. Nellett skipherra viðraði um Landeyjahöfn í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær standast ekki skoðun, að sögn Sigurðar Áss Grétarssonar, forstöðumanns hafnasviðs Siglingastofnunar.

„Sandflutningarnir við Landeyjahöfn eru nær eingöngu vegna öldubrota en ekki vinda. Flest árin eru suðvestan öldur orkumestar og heildarsandflutningar og öldustraumur þá til austurs, en stundum koma tímabil þegar suðaustan ölduáttin er ríkjandi og þá er sandflutningurinn til vesturs. Slíkt tímabil var einmitt frá því höfnin var opnuð sumarið 2010 og fram yfir áramót 2011,“ segir Sigurður og bætir við að ef farið yrði eftir tillögu Halldórs þá myndi allur sandurinn sem kæmi að vestan setjast í hafnarmynnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka