Ekkert nýtt kom fram á fundinum

Frá fundi Kristjáns Þórs Júlíussonar með fulltrúum geislafræðinga og Landspítalans …
Frá fundi Kristjáns Þórs Júlíussonar með fulltrúum geislafræðinga og Landspítalans í morgun. mbl.is/Rósa Braga

„Ég boðaði til þessara fundar til þess að fá fulltrúa Landspítalans og geislafræðinga til mín svo ég sé alveg upplýstur um stöðuna. Þetta var fyrir mig fyrst og fremst bara upplýsingafundur, og góður sem slíkur,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, en hann fundaði með fulltrúum geislafræðinga og Landspítalans í morgun.

„Aðilarnir þurfa bara að leysa úr þessu viðfangsefni, á grundvelli gildandi samninga um kaup og kjör. Ég treysti því að stjórnendur og starfsfólk Landspítalans nái saman um þau ágreiningsefni sem út af standa með það að meginmarkmiði að hægt sé að viðhalda þjónustu Landspítalans,“ segir Kristján Þór.

„Ég geri mér grein fyrir því að ber eitthvað á milli aðila, en báðir aðilar vilja leysa úr þessu og finna lausnir og ég verð bara að treysta því að það verði gert.“

Ef ekki næst samkomulag segir Kristján að unnið verði eftir neyðaráætlunum Landspítalans. „Ég legg traust mitt á stjórnendur Landspítalans og starfsfólk hans að ekki þurfi til þess að koma að sú áætlun verði virkjuð.“

Munu funda áfram í dag

Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga segir ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum, en að ráðherra hafi skorað á aðila að ná lendingu og finna lausn í þessu máli. „Við erum að skoða ákveðna hluti og munum síðan ræða aftur við fulltrúa Landspítalans síðar í dag. Það kemur kannski betur í ljós þá hvar við stöndum,“ segir Katrín. 

Sjá einnig: Funda með ráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert