Nýr starfshópur um skattaívilnanir

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Morgunblaðið/Kristinn

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að meta efnahagslegar forsendur fyrir ríkisstyrkjakerfi sem veitir einstaklingum sem kaupa hlutabréf í litlum fyrirtækjum í vexti skattafslátt og grundvallast á leiðbeinandi reglum Eftirlitsstofnunar EFTA um málefnið.

Hópnum er sérstaklega falið að kynna sér sambærileg skattívilnunarkerfi í helstu samkeppnisríkjum og leggja mat á það hvort tilefni er til þess að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um slíkt kerfi.

Starfshópurinn skilar niðurstöðum sínum eigi síðar en 31. október nk, samkvæmt því sem fram kemur á vef ráðuneytisins.

Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti er formaður hópsins. Auk hennar sitja í hópnum þau Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins og Jón Ásgeir Tryggvason, viðskiptafræðingur, tilnefndur af ríkisskattstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka