RAX eins sjálfsagður og nestið

Kristinn Guðnason fjallkongur er einn af þeim sem bregður fyrir …
Kristinn Guðnason fjallkongur er einn af þeim sem bregður fyrir í bók RAXA, Fjallalandi. mbl.is

„Það er ekki sama hvernig þetta er gert. Hefði hann verið að þvælast fyrir okkur, að ég tali nú ekki um hundleiðinlegur, hefðum við örugglega ekki viljað fá hann aftur. Raxi er aldrei fyrir, samt er hann úti um allt. Hann er löngu orðinn einn af okkur. Það er allt að því eins sjálfsagt og nestið að hafa hann með," segir Kristinn Guðnason, fjallkóngur á Landmannaafrétti, en Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari hefur í aldarfjórðung slegist í hóp fjallmanna á haustin. Afraksturinn kemur nú fyrir augu almennings í Fjallalandi, fyrstu bók RAX sem eingöngu fjallar um Ísland. Bókin kemur einnig út á ensku.

Kristinn segir RAX hafa lyft grettistaki í kynningu á svæðinu. „Það þarf ekki alltaf milljónatugi til markaðssetningar. Stundum bara einn mann – ef hann heitir RAX. Ljósmyndir hans hafa vakið mikla athygli á svæðinu og með þessari bók verður það endanlega heimsfrægt.“

Spurður á hvern hátt kynningin hafi verið svæðinu til góðs svarar Kristinn því til að sauðfjárbúskapur hafi átt undir högg að sækja þegar RAX slóst fyrst í hópinn. „Auki eitthvað áhugann á íslenska lambinu eru það öræfin. Lamb sem gengur á fjalli er allt að því villibráð. Seinni árin hefur framlag Raxa líka gert stórvirki fyrir ferðamennskuna. Margir eru í vandræðum með að fá fólk til að smala. Hér komast færri að en vilja.“

Nánar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.



Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka