Með hníf í rassvasanum

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft heldur meiri afskipti af fólki í dag en aðra laugardaga vegna Menningarnætur.

Rétt eftir klukkan eitt í dag var tilkynntur þjófnaður í verslun í Reykjavík. Þá var um tvöleytið maður í mikilli vímu handtekinn í Austurstræti, en sá var með hníf í rassvasanum. Við handtökuna fundust efni, sem grunur leikur á að séu vímuefni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu þar sem ekki var hægt að ræða við hann.

Um hálffjögur barst lögreglu svo tilkynning um tvö ölvaða menn, sem voru til vandræða á veitingahúsi við Skólavörðustíg, en þá þurfti einnig að vista í fangageymslu uns ástand þeirra verður slíkt að hægt sé að ræða við þá. Stuttu síðar var einnig tilkynntur þjófnaður í verslun í Kópavogi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka