Benedikt Árnason hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar. Benedikt er 47 gamall hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráður í hagfræði og MBA frá University of Toronto.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Þar segir, að Benedikt hafi starfað sem hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun frá 1988-1993, fjármálastjóri Vita- og hafnamálastofnunar 1994-1995, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu 1996-2004, aðstoðarframkvæmdastjóri í Norræna fjárfestingarbankanum 2005-2007, aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Askar Capital 2008-2010, ráðgjafi við fjárhagslega endurskipulagningu Orkuveitu Reykjavíkur 2010 og aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins frá 2011. Þá hefur Benedikt sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
Hann hefur setið í fjölmörgum nefndum um efnahagsmál, fjármálamarkað og orkumarkað og setið í stjórnum Tryggingasjóðs viðskiptabankanna, Invest in Iceland Agency, Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar og Útflutningsráðs. Þá sat hann í verkefnastjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.
Benedikt er kvæntur Auði Freyju Kjartansdóttur rafmagnsverkfræðingi og eiga þau þrjú börn.
Benedikt hefur störf í forsætisráðuneytinu þann 30. september nk.