Mikill kostnaðarmunur

Landspítalinn Fossvogi.
Landspítalinn Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Á síðastliðnum fjórum árum hefur rekstrarkostnaður Landspítalans dregist saman um 12%, stöðugildum fækkað um 11% og framleiðsla, þ.e. veitt þjónusta, minnkað um 3%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company.

Þar kemur einnig fram að kostnaður við hverja framleiðslueiningu er meira en helmingi hærri á háskólasjúkrahúsunum Karolinska og Sahlgrenska í Svíþjóð en á Landspítala. „Þetta bara sýnir að við erum undirfjármögnuð, myndi ég halda,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það eru færri starfsmenn á bakvið hverja framleidda einingu og launin eru lægri,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert