Stórbruni á Akranesi

Ljósmynd/Bjarki Jens

Eldur logar nú í Trésmiðju Akraness. Að sögn lögreglu er um stórbruna að ræða og er trésmiðjan alelda. Allt tiltækt slökkvilið er á svæðinu og er unnið að því að slökkva eldinn. Eldurinn er farinn að teygja sig yfir í önnur fyrirtæki sem eru í sömu byggingu. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

Að sögn sjónarvottar á vettvangi er lögregla og slökkvilið með mikil viðbúnað á svæðinu. Þá fylgjast einnig margir með slökkvistarfinu. Sótsvartur reykur teygir sig marga tugi metra upp í loft. Stillt veður er á Akranesi, logn og heiðskírt.

Allt tiltækt lið frá Björgunarfélagi Akraness hefur verið kallað út til aðstoðar slökkviliði við slökkvistörf og lokun gatna vegna brunans í Trésmiðju Akraness.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur ekki borist beiðni um aðstoð þaðan.

Ljósmynd/Bjarki Jens
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka