Ríkisstofnunum fækki um minnst 50

Ríkisstjórnin boðar umbætur í ríkisrekstri.
Ríkisstjórnin boðar umbætur í ríkisrekstri. mbl.is/Rósa Braga

„Ríkisstjórnin er staðráðin í að bregðast við breyttu umhverfi í ríkisrekstri og nýta öll tækifæri til að bæta þjónustu og auka hagkvæmni og árangur,“ segir í umfjöllun um skilvirkari þjónustu og hugmyndir að umbótaaðgerðum í ríkisrekstri í greinargerð fjárlagafrumvarpsins.

Minnt er á störf hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og talin eru upp ýmis verkefni sem stefnt er að, s.s. einföldun stjórnsýslustofnana.

„Unnið verði að einföldun ríkiskerfisins og eflingu stofnana með sameiningu, t.d. þannig að þeim fækki um a.m.k. 50 og að stofnanir með færri en 30 starfsmenn heyri til undantekninga,“ segir þar.

Þá segir að embættum sýslumanna verði fækkað og samhliða verði unnið að samhæfingu verklags og styrkingu upplýsingakerfa. Þá verði lögregluembættum fækkað og áhersla lögð á sveigjanleika þannig að lögreglan geti í auknum mæli starfað sem eitt lögreglulið. Eftirlitsstofnanir verði sameinaðar og unnið að aukinni samhæfingu og einföldun eftirlits.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka