Hafrannsóknastofnun leggur til að heildaraflamark á loðnuvertíðinni í vetur verði 160 þúsund tonn. Er það rétt rúmur helmingur af upphafskvóta síðustu vertíðar.
Ef ekki mælist meiri loðna snarminnkar útflutningsverðmæti loðnuaflans í vetur frá síðustu vertíð, að því er fram kemur í fréttaskýringu um loðnuveiðarnar í Morgunblaðinu í dag.
Um 160 þúsund tonn gefa um átta milljarða króna í útflutningsverðmæti. Verðmæti kvótans síðast var áætlað um 29 milljarðar króna.