Um tugur stærri skipa byrjaður á síldveiðum í Breiðafirði: Á þröngum vogi með stóra nót

Börkur NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun úr sinni fyrstu …
Börkur NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun úr sinni fyrstu veiðiferð í Breiðafjörðinn á þessari vertíð. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Um tugur stærri skipa er byrjaður á síldveiðum á Breiðafirði. Stór og falleg síld hefur m.a. fengist á Hofsstaðavogi skammt frá Stykkishólmi, en þar er bæði þröngt og grunnt og erfitt að athafna sig með stóra nót.

Búast má við að fjölgi á miðunum um og eftir mánaðamót, en er kom fram í nóvember í fyrra þétti síldin sig og fékkst á stærra svæði.

Mörg skipanna sigla með aflann til vinnslu á Austfjörðum, en þangað er 30-40 tíma sigling eftir veðri og því hvort farið er norður eða suður fyrir land, segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka