Ferðaþjónustan vaxtarbroddur

Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Suðurlands. Frá vinstri Elvar …
Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Suðurlands. Frá vinstri Elvar Eysteinsson, Eygló Kristjánsdóttir, Ásgeir Magnússon, Eyþór Arnalds, Þorgils Torfi Jónsson og Aldís Hafsteinsdóttir. mbl.is/Kristinn

Aukinnar bjartsýni og tiltrúar á landshlutann gætir meðal Sunnlendinga. Stöðugleiki einkennir atvinnuvegi og afkomu fólks. Ferðaþjónusta er helsti vaxtarsproti atvinnulífsins og það er henni að þakka að lítil og tiltölulega fámenn byggðarlög sem átt hafa í vök að verjast hafa náð viðspyrnu.

Þetta er meðal þess sem fram kom í hringborðsumræðum um málefni Suðurlands sem Morgunblaðið efndi til í tengslum við 100 daga hringferð blaðsins um landið. Greint er frá umræðunum á tveimur opnum í blaðinu í dag.

Þátttakendur í umræðunum lögðu m.a. áherslu á að arður af ferðaþjónustu héldist innan landshlutans og nýttist til frekari uppbyggingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka