Ökuníðingur braut allar reglur

Ökuníðingurinn ók meðal annars yfir á rauðu ljósi og skapaði …
Ökuníðingurinn ók meðal annars yfir á rauðu ljósi og skapaði stórhættu fyrir alla aðra í umferðinni. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni eftirför frá Grensásvegiá tólfta tímanum í gærkvöldi, hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu  og tókst ekki að stöðva för hans fyrr en á Stekkjarbakka/Smiðjuvegi. Á þessari leið braut hann fjölda umferðarlaga auk þess sem hann var undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Ökumaðurinn er einnig sviptur ökuréttindum en hann ók of hratt og á móti rauðu ljósi á leið sinni í gærkvöldi. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglan stöðvaði bifreið á sjöunda tímanum í gærkvöldi í Breiðholti. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og að aka sviptur ökuréttindum.  Ökumaðurinn mun ítrekað vera stöðvaður við ölvunarakstur / aka sviptur  og var því lagt hald á bifreiðina. 

Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt var ekið yfir fót á stúlku á Laugavegi og var sjúkrabifreið kölluð til. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli stúlkunnar voru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert