Aldrei betri árangur hjá Húnaþingi vestra

Hvammstangi er í Húnaþingi vestra.
Hvammstangi er í Húnaþingi vestra. www.mats.is

Niðurstaða ársreiknings Húnaþings vestra fyrir árið 2013 sýnir samtals 105 milljón kr. afgang á samstæðu A- og B- hluta, samanborið við jákvæða afkomu ársins 2012 um 51,2 milljónir kr. Aldrei hefur náðst betri árangur í rekstri sveitarfélagsins, síðan reikningsskilum sveitarfélaga var breytt á árinu 2002.

Ársreikningurinn var samþykktur á fundi sveitarstjórnar í dag. Niðurstaða aðalsjóðs er jákvæð um kr. 83,2 millj. en hafði verið áætluð neikvæð um 2,7  millj. kr. Niðurstaða samstæðu A og B hluta er sem áður segir jákvæð um kr. 105 millj. en hafði verið áætluð jákvæð um 1,6 millj. kr. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er kr. 183,7 millj. 

Afskriftir  námu alls kr. 43,6 millj. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur hjá A- og B hluta námu alls kr. 32  millj.  Rekstrartekjur voru um 68 millj. kr. hærri en ráð var fyrir gert,  útsvar er  14 millj. kr. hærri en í áætlun  og aðrar tekjur kr. 54  millj. hærri. Rekstargjöld eru 27 millj. kr. lægri en áætlun ársins. 

Skúli Þórðarson sveitarstjóri segir að markmið sveitarstjórnar Húnaþings vestra um bætta fjármálastjórn hafi náðst. Í því samhengi megi nefna að engin ný lán voru tekin á árinu 2013 og ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert