Búið að opna Öxnadalsheiðina

Mokstur á Öxnadalsheiðinni í morgun.
Mokstur á Öxnadalsheiðinni í morgun. Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.

Búið er að fjarlægja flutningabifreið sem lokaði veginum á Öxnadalsheiði í morgun og er heiðin orðin fær. 

Það er hálka, hálkublettir eða jafnvel snjóþekja á flestum vegum á Suður- og Vesturlandi. Þannig er til dæmis hálka bæði á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vestfjörðum er einnig vetrarfærð, víðast hvar hálka eða snjóþekja.

Snjóþekja og hálka er á köflum á Norðurlandi. Öxnadalsheiði er enn lokuð en unnið er að því að aðstoða flutningabíl sem lokar veginum.

Hálka og hálkublettir eru á Mývatns- og Mörðudalsöræfum en vegir á Austurlandi eru aftur á móti víðast greiðfærir. Á Suðausturlandi eru hálkublettir frá Skeiðarársandi og vestur úr.

Meðan frost er að fara úr jörð þarf víða að banna allan akstur á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru. Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir að kynna sér ástand á viðkomandi leiðum og virða akstursbann þar sem það er í gildi. 

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn

Suðvestan 8-15 og él S- og V-lands í fyrstu en norðantil síðdegis. Norðan 5-10 seint í dag en breytileg átt 3-10 m/s í nótt og úrkomulítið. Vaxandi sunnanátt um hádegi á morgun, fyrst V-til. Rigning eða slydda en hægari og yfirleitt þurrt NA-til. Hiti 0 til 5 stig en vægt frost í innsveitum í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert