Fimm sækja um stöðu skólameistara Flensborgar

Flensborgarskóli í Hafnarfirði.
Flensborgarskóli í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara Flensborgarskólans í Hafnarfirði rann út þriðjudaginn 8. apríl síðastliðinn, en mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust fimm umsóknir um stöðuna, þar af frá tveimur konum og þremur körlum.  

Umsækjendur eru Birgir Smári Ársælsson, kennaranemi, Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari, Íris Anna Steinarrsdóttir, kennari, Magnús Þorkelsson, framhaldsskólakennari og skólameistari Flensborgarskólans, og Olga Hjaltalín, framhaldsskólakennari.

Í frétt á vef ráðuneytisins segir að miðað sé við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá og með 1. ágúst 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert