Kolmunni farinn að veiðast við Færeyjar

Bergur VE á kolmunnaveiðum.
Bergur VE á kolmunnaveiðum. mbl.is/Kristján L. Möller

Kolmunni er byrjaður að veiðast syðst í færeysku lögsögunni. Tólf íslensk skip hafa leyfi til að vera þar samtímis að veiðum og síðdegis í gær voru þau öll að toga.

Að minnsta kosti eitt skip var á leiðinni til að tryggja sér pláss þegar fyrsta skipið fyllti sig.

Skipin höfðu verið í höfn á Þvereyri og Þórshöfn í tæpa viku, en héldu flest út í fyrrakvöld. Þau sem fyrst komu á miðin höfðu fengið um og yfir 200 tonn eftir að hafa dregið í um tólf tíma. Frést hafði af slæðingi af minni kolmunna í síðustu viku, en nú var greinilega stærri fiskur á ferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert