Ný framkvæmdastjórn RÚV kynnt

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri. mbl.is/Þórður

Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa verið boðaðir til fundar í dag klukkan 14:30 þar sem kynnt verður hverjir taki við störfum í nýrri framkvæmdastjórn þess. Öllum framkvæmdastjórum Ríkisútvarpsins var sagt upp störfum í síðasta mánuði vegna skipulagsbreytinga og störfin auglýst í kjölfarið.

Stöðurnar sem um er að ræða eru stöður framkvæmdastjóra rekstrar‐, fjármála‐ og tæknisviðs, framkvæmdastjóra samskipta‐, þróunar‐, og mannauðssviðs, mannauðsstjóra, skrifstofustjóra, fréttastjóra, vef‐ og nýmiðlastjóra, dagskrárstjóra Sjónvarps, dagskrárstjóri Rásar 2 og dagskrárstjóra Rásar 1. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að jafnt kynjahlutfall verði í nýrri framkvæmdastjórn.

Eins og mbl.is greindi frá í gær var stefnt að því að ganga frá ráðningum í stöðurnar fyrir páska en óvíst var í gær hvort það tækist. Ljóst er hins vegar að það hefur gengið eftir. Eftir að starfsmenn hafa verið upplýstir um nýja framkvæmdastjórn verður gert opinbert hverjir skipa hana. 

Frétt mbl.is: Reynt að klára málið fyrir páska

Frétt mbl.is: 12 sækja um stöðu fréttastjóra RÚV

Frétt mbl.is: Óðinn ætlar ekki að sækja um

Frétt mbl.is: Framkvæmdastjórum RÚV sagt upp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert