Nýtist við rannsóknir á slitgigt í fólki

Spatt er algengara í íslenskum hestum en öðrum hestakynjum og …
Spatt er algengara í íslenskum hestum en öðrum hestakynjum og veldur erfiðleikum.

„Við sjáum nákvæmlega hvernig spattið myndast og það er grunnurinn að því að átta sig á því af hverju það stafar,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Mikilvægur áfangi rannsóknar sem hún hefur unnið að í átta ár í samvinnu við erlenda vísindamenn náðist með birtingu greinar í virtu vísindariti, European Cell and Materials, www.ecmjournal.org.

Sýnt var fram á að slitgigt í hæklum hrossa, sem frá fornu fari hefur verið nefnd spatt, byrjar með frumudauða á afmörkuðum svæðum í hyalin-brjóski en í jöðrum skemmdanna fjölgar brjóskfrumum, að því er fram kemur í umfjöllun um rannsóknir Sigríðar og samstarfsmanna hennar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert