100 ára og blöskrar heimtufrekja fólks í nútímasamfélagi

Guðný Baldvinsdóttir verður hundrað ára á morgun.
Guðný Baldvinsdóttir verður hundrað ára á morgun.

„Auðvitað hef ég lifað mikil umskipti. Mest hefur mér blöskrað heimtufrekja fólks, hvað það vantar alltaf að eiga mikið af peningum og öðru. Mér hefur aldrei dottið slíkt í hug. Þótt ég hafi öðlast það að eiga meira en nóg hef ég aldrei gert það af því ég sæktist eftir peningum. Ég hef aldrei öfundað neinn af neinu.“

Þetta segir Guðný Baldvinsdóttir sem verður 100 ára á morgun, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Hún er býsna ern og hressileg í tilsvörum, býr ein og eldar sjálf. En henni þykir það nú ekki sérlega fréttnæmt enda hógvær að upplagi. Hún býr í Borgarnesi og gengur reglulega á dvalarheimili aldraðra þar sem hún les Bændablaðið fyrir rúmliggjandi frænda sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert