Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is/Gúna

Hálka er á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Hálkublettir eru sumstaðar í uppsveitum á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Á Vesturlandi eru hálkublettir og óveður á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaveður. Hálkublettir og óveður er á Bröttubrekku og óveður á Laxárdalsheiði. Flestar leiðir á láglendi eru greiðfærar. 

Vegir á Vestfjörðum eru að mestu greiðfærir á láglendi en hálkublettir, hálka eða snjóþekja á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði en snjóþekja og óveður á Hálfdán og Mikladal. Þæfingsfærð og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði og óveður á Þröskuldum. Snjóþekja er norður í Árneshrepp.

Það er víðast orðið autt á Norðurlandi vestra en þó er snjóþekja og óveður á Þverárfjalli og hálkublettir á Vatnsskarði. Óveður er á Siglufjarðarvegi. Hálkublettir og óveður er á Öxnadalsheiði. Austan Eyjafjarðar eru vegir að verða auðir en þó er hálka á Hólasandi og Dettifossvegi en hálkublettir á Hófaskarði og Brekknaheiði og snjóþekja á Sandvíkurheiði. Óveður er á Mývatnsheiði.

Ófært og stórhríð er Mývatns- og Möðrudalsöræfum sem og á Vopnafjarðarheiði.

Vegir á Austurlandi eru víða greiðfærir. Þó er ófært og skafrenningur á Fjarðarheiði og hálkublettir á Vatnsskarði eystra og Fagradal og hálkublettir og éljagangur á Oddsskarði.

Greiðfært er á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert