Fleiri létust og slösuðust alvarlega í umferðinni í fyrra

Banaslysum hefur fækkað undanfarin ár en fjölgaði í fyrra.
Banaslysum hefur fækkað undanfarin ár en fjölgaði í fyrra. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Alls létust fimmtán í umferðarslysum á Íslandi í fyrra, sex fleiri en létust árið 2012. Af þeim voru sjö karlar og átta konur. Þetta var í fyrsta skipti frá árinu 1989 sem fleiri konur létust í umferðarslysum en karlar.

Þetta kemur fram í skýrslu Umferðarstofu um umferðarslys á Íslandi árið 2013. Þeim sem slösuðust alvarlega í umferðarslysum fjölgaði um tæpan þriðjung og lítið slösuðum um 16%. Í heildina fjölgaði slösuðum og látnum í umferðarslysum um 18%.

Alls slösuðust 177 alvarlega og 1.040 lítillega í umferðarslysum í fyrra. Í skýrslunni segir ennfremur að þeim sem hafa látist í umferðarslysum hafi fækkað um 39% á síðustu fimm árum borið saman við árin fimm þar á undan. Niðurstaðan í fyrra sé því vonbrigði og ekki í takt við þróun undanfarinna ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert