Hvað er opið um páskana?

„Óttast þú eigi, því ég er með þér,“ segir í Biblíunni, en það er við hæfi að vísa í hina heilögu ritningu nú þegar páskahátíðin, sem er stærsta hátíð kristinna manna, er framundan. Eflaust hafa sumir áhyggjur af því að margir hafi lokað um hátíðina en nú í ár, líkt og undanfarin ár, er víða opið. Hér að neðan verður stiklað á stóru.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu mega skemmtistaðir hafa opið á skírdag til miðnættis. Föstudaginn langa er lokað en staði má opna á miðnætti og mega þeir vera opnir til klukkan 03:00 eða 04:30 samkvæmt leyfi.

Á laugardag mega staðir vera opnir til klukkan þrjú aðfaranótt páskadags. Á páskadag eiga staðir að vera lokaðir en þá má svo opna á miðnætti og mega þeir vera opnir til klukkan 03:00 eða 04:30 skv. leyfi. Annan dag páska má vera opið til klukkan eitt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. En þetta gildir um allt land.

Strætó mun aka alla páskadagana. Yfir hátíðisdagana verður ekið samkvæmt hefðbundinni sunnudagsáætlun. Hér má sjá áætlun Strætó.

Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu hafa opið en aðeins verður opið í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og í Vesturbæjarlaug á föstudaginn langa og á páskadag. Nánar hér.

Þurfi menn að ná í tannlækni þá er allar upplýsingar að finna á heimasíðu Tannlæknafélags Íslands.

Opið verður í verslun Lyfju í Lágmúla frá kl. 08:00 til 01:00 alla daga um páskana. Í verslun Lyfju á Smáratorgi er opið frá 08:00 til 24:00 alla daga. 

Hjá Lyfjum og heilsu verður opið alla daga nema á föstudaginn langa og á páskadag.

Helstu matvöruverslanir hafa opið alla daga nema föstudaginn langa og páskadag. 

Flugfélag Íslands flýgur alla daga nema páskadag. Á föstudaginn langa fer síðasta vélin frá Reykjavík kl. 12:15.

Flugfélagið Ernir flýgur á skírdag og á annan í páskum. Aðra daga er ekkert flogið yfir hátíðina.

Upplýsingar um guðsþjónustur yfir páskana er að finna á heimasíðu þjóðkirkjunnar.

Kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu hafa opið um páskana. 

Sími Neyðarlínunnar er 112.

Hjálparsími Rauða kross Íslands er 1717.

Bilanavakt hjá Orkuveitu Reykjavíkur er opin allan sólarhringinn. Síminn er 516-6200.

Bilanavakt RARIK er sömuleiðis opin allan sólarhringin. Númerið fyrir Vesturland er 528-9390. Númerið fyrir Norðurland er 528-9690. Númerið fyrir Austurland er 528-9790. Númerið fyrir Suðurland er 528-9890.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert