Kveikti í hurð Akureyrarkirkju

Kveikt var í útidyrahurð Akureyrarkirkju í nótt.
Kveikt var í útidyrahurð Akureyrarkirkju í nótt.

Slökkvilið Akureyrar var kallað út um klukkan fimm í nótt eftir að eldvarnarkerfi Akureyrarkirkju fór af stað. Þegar slökkvilið kom á vettvang kom í ljós að kveikt hafði verið í útidyrahurð kirkjunnar.

Að sögn lögreglu var um einbeittan brotavilja að ræða, en eldfimum vökva hafði verið úðað á dyrnar og pappírsefni sett við hurðina svo vel myndi loga í henni.

Pappírinn hafði einnig verið vættur með eldfimum vökta. Ekki tók langan tíma að slökkva eldinn, en ljóst er að talsverðar skemmdir eru á hurðinni.

Ekki er vitað hver var að verki, en lögreglan á Akureyri hvetur þá sem hafa vitneskju um málið að hafa samband. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert