Staða sjávarútvegsins fer versnandi

Versnandi staða sjávarútvegsins stafar m.a. af verðfalli á mörkuðum.
Versnandi staða sjávarútvegsins stafar m.a. af verðfalli á mörkuðum. mbl.is/Styrmir Kári

Staða sjávarútvegsins fer versnandi samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um áætlaðar tekjuskattsgreiðslur fyrirtækja í greininni á þessu ári og vísbendingum um verga framlegð þeirra á árinu.

Birkir Leósson hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte segir í samtali við Morgunblaðið að áætlað sé að sjávarútvegsfyrirtækin muni greiða 7,8 til 8,2 milljarða í tekjuskatt á þessu ári. Það er veruleg lækkun frá greiðslum vegna rekstrarársins 2012 þegar upphæðin var um 8,7 til 8,8 milljarðar króna.

Í fréttaskýringu um stöðu sjávarútvegsins í Morgunblaðinu í dag segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, að upplýsingar sem hann hafi fengið úr óbirtum uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækja bendi til talsverðrar lækkunar á vergri framlegð þeirra. Um sé að ræða lækkun á bilinu 20% til allt að 50%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert