Áfram varað við stormi

Stormur verður frameftir degi í dag.
Stormur verður frameftir degi í dag. Rax / Ragnar Axelsson

Veðurstofa Íslands varar við stormi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á hálendinu fram eftir degi í dag.

Horfur eru á suðvestanátt 15-23 m/s og éljum, hvassast norðvestantil á landinu. Vindur verður heldur hægari norðaustantil og þar verður bjartviðri. Seint í dag fer að draga úr vindi. Á morgun verður suðvestan 10-15 m/s og él, en 8-13 m/s og léttskýjað norðaustan- og austanlands. 

Veður fer kólnandi og á morgun veður 0-6 stiga hiti, mildast austantil.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert