Grunur um fjárdrátt hjá starfsmannafélagi

Álver Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Fjarðaáls í Reyðarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Gjaldkeri Sóma, starfsmannafélags Alcoa Fjarðaáls, hefur verið kærður til lögreglu en grunur leikur á að hann hafi dregið sér fjármuni úr sjóðum félagsins.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls, staðfesti í samtali við mbl.is að gjaldkerinn hefði verið kærður til lögreglu. Hún sagði starfsmanninum hefði verið vikið úr störfum hjá Fjarðaáli meðan rannsókn stæði yfir. Hún sagði að málið hefði komið upp við gerð ársreiknings.

Dagmar vildi ekki tjá sig um hversu háar upphæðir væru um að ræða, en sagðist reikna með að það skýrðist fljótlega.

Austurfrétt.is segist hafa heimildir fyrir því að milljónir króna hafi horfið úr sjóðum starfsmannafélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert