Snjalltækni til byltingar í skólum

Skólastjórnendur hafa margir tekið upp notkun spjaldtalva í skólastarfi.
Skólastjórnendur hafa margir tekið upp notkun spjaldtalva í skólastarfi.

Settur hefur verið á fót vefurinn snjallskoli.is sem er umræðuvettvangur fyrir skólastjórnendur um það hvernig nýta megi snjalltækni til kennslu í skólum.  Höfundur hans segir mikilvægt að skólastjórnendur séu meðvitaðir um mikilvægi stefnumótunar þegar kemur að innleiðingu snjalltækni í skólastarfi.

Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR, stendur að baki verkefninu. „Ég hef orðið var við það að mikill áhugi sé á því að taka upp snjalltæki og spjaldtölvur í mörgum skólum, en menn eru ekki endilega með það á hreinu til hvers og hvað á að gera með þessa nýju tækni,” segir Sveinn.

Aðrar kröfur á nemendur en fyrir 20 árum 

Hann segir að vefurinn sé vettvangur þar sem þeir skólar sem hafi áhuga á því að taka upp snjalltæknina í skólastarfi geti haft stefnumótun og skilvirkni að leiðarljósi við upptöku slíkrar tækni.

,,Heimurinn er allur að breytast og nemendur í dag þurfa að útskrifast með allt öðruvísi þekkingu en var fyrir 20 árum. Í rauninni er hugmyndin að með þessu fari af stað lítil bylting í skólastarfi,” segir Sveinn.

Hann tekur dæmi um það að sum stýrikerfi sé hægt að nota á íslensku en önnur ekki. ,,Það má velta því fyrir sér hvort að slíkt skipti máli," segir Sveinn.

Yfirgripsmikil vanþekking 

Sveinn segir að hægt sé að nýta sér snjallsímatækni við kennslu í flestum námsgreinum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórar og skólastjórnendur geri sér grein fyrir því hve mikilvægt sé að hafa stefnumótun um það hvaða leið skuli farin. Öðrum kosti er hætta á því að menn lendi í vandræðum. T.a.m. ef ekki er notað rétt stýrikerfi. Ég held að skólar og skólakerfið sé farið af stað án þess að hafa nægilega skýra þekkingu á tækninni og vanþekkingin er yfirgripsmikil," segir Sveinn. 

 Hver nemandi læri á sínum hraða

Á vefnum eru tekin dæmi um mögulegan ávinning snjalltækninnar. „Sem dæmi væri hægt að skipta námsefni í stærðfræði í hæfilega litla áfanga þannig að gera megi stutt kennslumyndbönd sem nemendur geta horft á þegar þeim sýnist – og eins oft og þeim sýnist.1 Slíkt væri í góðu samræmi við markmið um einstaklingsmiðað nám þar sem námsval og námshraði miðast við getu, þroska og áhuga hvers og eins nemanda.

Einn skóli (eða jafnvel einn kennari) gæti séð um að taka upp og útbúa efni sem margir skólar geta nýtt sér. Kennarar þyrftu þá ekki að eyða jafn miklum tíma í innlögn/fyrirlestra og gætu frekar nýtt tímann í dæmatíma og einstaklingsbundna aðstoð," segir á vefnum. 

Hægt er að nýta spjaldtölvur við stærðfræðinám.
Hægt er að nýta spjaldtölvur við stærðfræðinám. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert